PK Verk ehf var stofnað árið 2001 en starfsemin á rætur sínar að rekja allt til ársins 1973 þegar Kristján Kristjánsson byrjaði að vinna fyrir Hitaveitu Reykjavíkur í eigin nafni sem þjónustuverktaki. 

Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Því má segja að fyrirtækið sé 40 ára gamalt og hefur verið undið stjórn Kristjáns frá stofnun til ársins 2010, en þá tók Pétur Kristjánsson við sem framkvæmdarstjóri.

Verkefni félagsins eru fjölbreytt fyrir Veitur, Vegagerðina og ýmis byggingarverkfni. Verkkaupar eru Sveitafélög, Veitustofnanir, húsfélög og einstaklingar. Einnig byggjum við íbúðir til sölu á almennum fasteignamarkaði, en félagið hefur byggt og selt 31 íbúð á undanförnum árum.

Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu fer eftir umfangi og fjölda verkefna hverju sinni. Fjöldi ársverka hjá félaginu eru u.þ.b. 30 manns.